Viðskiptaráð leggur til að opna á aðkomu einkaaðila við fjármögnun framkvæmdir og uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli. Þetta kom fram á opnum fundi Sjálfstæðisfélagsins í Reykjanesbæ en á fundinum fjallaði Hreggviður Jónsson um opinberan rekstur á Keflavikurflugvelli.

Isavia hefur gefið það út að félagið þarf að ráðast í miklar og kostnaðarsamar framkvæmdir á komandi árum til þess að mæta auknum fjölda ferðamanna.

Viðskiptaráð telur að með því að opna fyrir aðkomu einkaaðila geti ríkissjóður m.a. losað um fjármuni sem nýta mætti til að lækka vaxtakostnað ríkisins. Einnig myndi aðkoma einkaaðila minnka rekstraráhættu ríkissjóðs og geti bætt rekstrarhorfur flugvallarins með að leita eftir fjársterkum aðila með þekkingu á rekstri alþjóðlegra flugvalla.

Hreggviður lagði einnig til að einnig til að Fríhöfn ehf. verði lögð niður og verslunarrýmið verði boðið út. Benti hann á að Fríhöfnin hefur töluverð umsvif á smásölumarkaði en félagið hefur um það bil þriðjungs markaðshlutdeild í bæði snyrtivörum og sælgæti á Íslandi. Fríhöfnin þarf einnig ekki að standa skil virðisaukaskatti eða tollum og er samkeppnisstaða hennar því afar skökk gagnvart samkeppnisaðilum. Þrátt fyrir þetta samkeppnisforskot  er arðsemi Fríhafnarinnar lág í samanburði við smásala á Norðurlöndum, en einungis 2,7% árið 2013 samkvæmt tölum Viðskiptaráðs.