*

miðvikudagur, 19. janúar 2022
Erlent 6. júní 2011 18:57

Viðskiptaritstjóri BBC: Vandi Evru-landa er vandi Bandaríkjanna

Viðskiptaritstjóri BBC segir á bloggi sínu að ný BIS-gögn sýni að bandarískir bankar eigi mikilla hagsmuna að gæta í Evrópu.

Ritstjórn
Getty Images

Robert Peston, viðskiptaritstjóri BBC, segir á bloggi sínu að ný gögn frá Alþjóðagreiðslubankanum í Sviss, BIS, sýni að bandarískir bankar eigi mikið undir þegar kemur að vandamálum Grikklands, Írlands og Portúgals. 

Áhætta bandarískra banka sem tengd er Grikklandi nemur 41 milljarði dollara, eða sem nemur tæplega 5.000 milljörðum. Það er svipað mikið og allir þýskir bankar, en Þjóðverjar hafa verið gagnrýndir nokkuð fyrir að vilja ekki samþykkja björgunaráætlun fyrir Grikkland vegna þeirra miklu hagsmuna sem þýskir bankar eiga undir.

Peston segir að franskir bankar eigi mest undir þegar kemur að áhættu gagnvart Grikklandi, eða sem nemur 65 milljörðum dollara. Þar á eftir koma bandarískir bankar með um einum milljarði dollara meiri áhættu en þýskir bankar.

Áhætta bandarískra banka gagnvart Portúgal nemur 46 milljörðum dollara. Upplýsingar um þessa áhættu segir Peston að séu mjög merkilegar, áhættan sé meiri en reiknað hefði verið með. Gagnvart Írlandi er áhættan um 54 milljarðar dollara.

Gagnvart Spáni er áhætta bandarískra banka um 179 milljarðar dollara, sem Peston segir að fái menn til þess kikna í hjánum.