Bandarísk fyrirtæki hafa gert umtalsverðan fjölda samninga við kínversk fyrirtæki á meðan heimsókn Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, stendur yfir í Kína. Á vef Fortune segir að samningar hafi náðst á mjög víðu sviði allt frá örgjafarisanum Qualcomm til flugvélaframleiðands Boeing. Samningarnir eru verðmetnir á allt að 250 milljarða dala virði eða sem nemur andvirði 25000 milljarða íslenskra króna.

Meðal annarra samninga sem hafa náðst eru um þróun á jarðgasframleiðslu í Alaska, samningar um framleiðslu á rafdrifnum bílum í Kína og fjárfestingar í bandarískri iðnaðarframleiðslu. Margir þessara samninga hafa verið í vinnslu um dágóða hríð og eru óbindandi en leiða má líkum að því að heimsókn forsetans hafi hjálpað til við að ljúka samningaferlinu í mörgum tilvikum.