Krónan opnaði í morgun nýja verslun í Kórahverfinu í Kópavogi og er hún 14. verslunin í keðjunni. Skammt frá Krónubúðinni er Bónus með verslun.

Krónumenn gripu til þess ráðs að senda um 10 stráka til standa við göturnar í kring um verslun Bónuss í Hvarfahverfinu með skilti frá Krónunni.

Bónusmenn svöruðu fyrir sem með fánaborg með Bónusgrísnum.

Það verður því ekki annað sagt en að skollið sé á viðskiptastríð í Kópavoginum.

Viðskiptablaðið greindi frá því í vikunni að salan á Kaupás, sem Krónan tilheyrir, sé á lokasprettinum og að hagnaður Haga, sem rekur Bónus, hafi verið meiri en gert var ráð fyrir.

Ungur strákur stendur rétt hjá Bónusversluninni í Hvarfahverfi, með auglýsingu frá Krónunni.
Ungur strákur stendur rétt hjá Bónusversluninni í Hvarfahverfi, með auglýsingu frá Krónunni.

Einn af liðsmönnum Krónunnar. Verslun Bónuss í baksýn.