Hulda Garðarsdóttir, ljósmóðir, rekur í dag stærstu ljósmæðraþjónustuna í Hong Kong. Hulda á fyrirtækið ásamt mágkonu sinni, Kristrúnu Lind Birgisdóttur. Hjá fyrirtækinu starfa 14 manns en fyrirtækið sérhæfir sig í fjölbreyttri þjónustu fyrir og eftir fæðingar.

„Það eru ekki margar ljósmæður sem eru með leyfi til að geta starfað svona.“ Fyrir einu ári bættist Kristrún í hópinn og hún hefur verið að byggja upp námskeiðshlutann. Fyrirtækið hefur því tvöfaldast að stærð og umfangi síðasta árið, segir Hulda. Hulda segir veltu fyrirtækisins vera um 80 milljónir íslenskra króna á ári.

Eiginmaður Huldu, Steindór Sigurgeirsson, keypti nýverið húsnæði Kaffi Reykjavíkur og sonur þeirra, Starri, rekur sitt eigið fyrirtæki einungis 15 ára gamall.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.