Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands fer fram í dag og hefst kl. 13 í Hörpu, en þingið var fyrst haldið árið 1975. Nú þegar er uppselt á þingið. Í ár mun þingið fjalla um það hvernig viðskiptalífið ber hitann og þungann af því að knýja fram nýsköpun og framfarir í umhverfismálum, m.a. í gegnum grænar fjárfestingar og endurhugsun á allri virðiskeðjunni. Yfirskrift þingsins er: Á grænu ljósi.

Með nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins, sem kom út í morgun, fylgir sérblað um Viðskiptaþingið, en áskrifendur geta nálgast sérblaðið hér .

Ný stjórn kynnt til leiks

Fyrr í morgun fór aðalfundur Viðskiptaráðs og voru þar gerð kunngerð úrslit kosninga til formanns og stjórnar ráðsins fyrir tímabilið 2020-2022. Auk þess hefur skýrsla aðalfundar 2020 verið gefin út undir heitinu Starfsemi Viðskiptaráðs. Í skýrslunni má finna heildstætt yfirlit yfir starfsemi ráðsins síðastliðin tvö ár. Þar er farið yfir helstu þætti í störfum ráðsins, hlutverk þess og stjórnskipulag. Þá eru störf málefnahópa Viðskiptaráðs kynnt sem og helstu verkefni ráðsins á árunum 2018-2020. Loks má einnig finna ársreikninga Viðskiptaráðs, yfirlit yfir fráfarandi stjórn og starfsmenn ráðsins. Skýrsluna má nálgast hér .

Ari Fenger, forstjóri og einn af eigendum 1912 ehf, sem á Nathan & Olsen, Ekruna og Emmessís, var kjörinn formaður Viðskiptaráðs. Hann tekur við formannsstöðunni af Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, sem hefur gegnt stöðunni undanfarin fjögur ár.

Aðrir sem kosnir voru í stjórnina eru eftirfarandi:

  • Andri Þór Guðmundsson
  • Ágústa Johnson
  • Baldvin Björn Haraldsson
  • Birna Einarsdóttir
  • Bogi Nils Bogason
  • Brynja Baldursdóttir
  • Eggert Þ. Kristófersson
  • Erna Gísladóttir
  • Finnur Árnason
  • Finnur Oddsson
  • Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir
  • Guðjón Auðunsson
  • Guðmundur I. Jónsson
  • Guðmundur Þorbjörnsson
  • Guðrún Ragnarsdóttir
  • Haraldur Þórðarson
  • Helga Melkorka Óttarsdóttir
  • Helga Valfells
  • Helgi Bjarnason
  • Hermann Björnsson
  • Hilmar Veigar Pétursson
  • Hrund Rudolfsdóttir
  • Hulda Árnadóttir
  • Iða Brá Benediktsdóttir
  • Inga Jóna Friðgeirsdóttir
  • Jónas Þór Guðmundsson
  • Katrín Pétursdóttir
  • Kolbrún Hrafnkelsdóttir
  • Lilja Björk Einarsdóttir
  • Margrét Kristmannsdóttir
  • Salóme Guðmundsdóttir
  • Sigríður Margrét Oddsdóttir
  • Sigurður Viðarsson
  • Sveinn Sölvason
  • Vilhelm Már Þorsteinsson
  • Þorsteinn Pétur Guðjónsson
  • Þór Sigfússon