Á föstudaginn sl. náðist samkomulag meðal ríkja Evrópusambandsins að framlengja viðskiptaþvingarnir gagnvart Rússlandi í sex mánuði. Núverandi gildistími framlengist því frá lokum janúar til loka júlí. Búist er við því að ákvörðunin verði staðfest seinni partinn í dag.

Evrópusambandið greip til þessara viðskiptaþvingana á síðasta ári vegna aðgerða Rússa í átökunum í Úkraínu. Ísland hefur stutt og tekið þátt í viðskiptaþvingununum gegn Rússlandi en Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra segir við Morgunblaðið í dag að engin breyting verði á því.