Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki merkja samdrátt í útflutningi sjávarafurða til Rússlands eftir að gengi rúblu gagnvart Bandaríkjadal tók að lækka verulega. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Undir þetta tekur Smári Einarsson, sölustjóri hjá HB Granda.

Íslendingar eiga mikið undirþví að samdráttur í útflutningi til Rússlands verði ekki mikill. Í skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg kemur fram að útflutningur sjávarafurða árið 2013 hafi hvergi verið meiri en til Rússlands í tonnum talið. Hlutfallslegt útflutningsverðmæti íslensks sjávarútvegs til Rússlands nemur 7% af heildarvirði allra sjávarafurða.

Ekki kunnugt um skýringarnar

Í lok sumars var greint frá því að Rússland hefði lagt á innflutningsbann á vörur frá ríkjum Evrópusambandsins, Noregi, Bandaríkjunum og fleiri ríkjum. Athygli vakti að Ísland var ekki undirsett þessu innflutningsbanni. Innan sjávarútvegsins greip þó um sig nokkur órói, enda óvíst með skýringu á því hvers vegna Ísland var þar undanskilið og hvort bannið yrði einnig látið gilda hér þegar fram liðu stundir. Enn sem komið er Ísland þó undanskilið innflutningsbanninu, þó að afleidd áhrif þess séu nú að koma fram.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .