Timaritið Áramót kemur út í fyrramálið og þá verður kunngjört hver hlýtur Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar fyrir árið 2020. Venjulega eru verðlaunin formlega afhent í árlegu boði, sem haldið er á milli jóla og nýárs samhliða útgáfu tímaritsins Áramóta en vegna sóttvarnaaðgerða og fjöldatakmarkana í tengslum við þær er ekki unnt að halda slíkt boð að þessu sinni.

Vegna óvenjulegra aðstæðna í samfélaginu var haldið fámennt boð rétt fyrir jól, þar sem saman voru komnir verðlaunahafinn, sem og Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar og nokkrir aðrir. Ræður voru teknar upp á myndband og verða þær birtar á morgun þegar tilkynnt verður um verðlaunahafann. Sjálfsagt er að taka fram að í þessu fámenna boði var sóttvarnareglum framfylgt.

Síðustu fimm ár hafa eftirtaldir fengið verðlunin :

  • Árið 2019 - Gréta María Grétarsdóttir / Krónan
  • Árið 2018 - Árni Oddur Þórðarson / Marel
  • Árið 2017 -  Ingólfur Árnason / Skaginn 3X
  • Árið 2016 - Grímur Sæmundsen / Bláa Lónið
  • Árið 2015 -  Liv Bergþórsdóttir / Nova