Eigið fé Haga nam um 4.800 milljónum í lok ágúst en verðmæti félagsins miðað við lægsta útboðsgengi er um 13,4 milljarðar þannig að hlutfallið milli markaðsverðmætis og eigin fjár, V/E-hlutfallið er samkvæmt því um 2,8 en ef miðað væri við hæsta útboðsgengi eða 13,5 krónur á hlut væri hlutfalllið 3,4.

Í reikningum Haga kemur fram að óáþreifanlegir eignir félagsins eða viðskiptavild var metin á rétt tæpa átta milljarða þannig að óáþreifanlegar eignir voru þá 167% af eigin fé Haga.

Framkvæmd var prófun á viðskiptavildinni í lok ágúst og var niðurstaðan sú að viðskiptavildin var færð niður um 150 milljónir króna og kom það til gjalda á rekstur.