365 miðlar ehf. keyptu viðskiptavild fyrir 160 milljónir á árinu 2010 en engin virðisrýrnun á viðskiptavild var færð á árinu. . Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2010. Viðskiptavild félagsins nam rúmlega 5,6 milljörðum króna á sama ári. Viðskiptavildin var því 56,8 prósentum af heildareignum á árinu. Heildareignir félagsins á árinu 2010 námu 9,95 milljörðum en 365 miðlar ehf. eiga og reka meðal annars Fréttablaðið og Stöð 2.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í gær þá er 1.200 milljóna kúlulán félagsins á gjalddaga í ágúst.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.