© Aðsend mynd (AÐSEND)

Forsvarsmenn geimferðaskrifstofunnar Virgin Galactic hafa ákveðið að lúxushótelið Hotel Encanto de Las Cruces í Nýju-Mexíkó verði dvalarstaður þeirra sem bókað eiga flug út í geim með fyrirtækinu. Í bandaríska dagblaðinu The New York Times segir að þetta sé í samræmi við það sem viðskiptavinir ferðaskrifstofunnar punga út fyrir miðann. Hann kostar einhverja 200 þúsund dali, rúmar 20 milljónir króna.

Flugstöð Virgin Galactic er í um 100 kilómetra fjarlægð frá hótelinu og er ekkert hótel að finna nær. Blaðið segir reyndar að Richard Branson, stofnandi Virgin Galactic, hafi verið við það að gefast upp á leit að hótelinu og sagst ætla að byggja eitt stykki hótel fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.

Lögfræðingurinn og athafnamaðurinn Gísli Gíslason á miða út í geim með Virgin Galactic. Nokkuð er um liðið síðan hann keypti hann.