„Á íslenska markaðnum ræðst samband fyrirtækja við viðskiptavini mjög oft af kunningskap og þeim viðskiptum sem þau hafa átt í fortíðinni. Lítið er um að fyrirtæki virðisgreini viðskiptasambönd miðað við framtíðarvirði þeirra,“ segir Ólína Laxdal hjá ráðgjafarfyrirtækinu Carpe Diem.

Fyrirtækið var stofnað á vormánuðum í ár af Helgu Jóhönnu Oddsdóttur með það að markmiði að veita fyrirtækjum ráðgjöf í mannauðsmálum og markþjálfun. Skömmu síðar gekk Ólína til liðs við hana en hún hafði þá nýlega lokið rannsókn á stöðu viðskiptatengslastjórnunar hjá íslenskum fyrirtækjum og er aðferðafræði markvissrar viðskiptatengslastjórnunar meðal þess sem Carpe Diem býður upp á í þjónustu sinni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.