Arion banki býður þeim sem eru með íbúðalán hjá bankanum og hafa verið endurreiknuð að greiða 5.000 krónur af hverri milljón króna.

Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að töluverð óvissa sé enn uppi um það hversu víðtækt fordæmisgildi gengislánadómur Hæstaréttar frá í febrúar muni hafa og muni taka tíma að eyða þeirri óvissu. Þangað til gefist viðskiptavinum bankans kostur á að breyta afborgunum sínum.

Í tilkynningunni segir að þetta gildi jafnframt um þá greiðsluseðla sem þegar hafi verið sendir út og birtur í netbanka viðskiptavina bankans.