Það eru viðskiptavinirnir sem vilja erlenda lýsingu,“ segir Magnús Páll Halldórsson, eigandi Ölvers, um ástæðuna fyrir því að útsendingar frá enska boltanum og öðrum knattspyrnuleikjum séu frá erlendum sjónvarpsstöðvum á borð við SKY.

Halldór telur áhuga viðskiptavina aðallega vera vegna þess að hljóðblöndun í íslenskum útsendingum sé ekki góð og að leikhljóðin skili sér ekki með sama hætti og þegar um erlendar útsendingar er að ræða. Halldór segist ekki hafa miklar áhyggjur af því að SMÁÍS reyni að koma í veg fyrir að sýningar á leikjum með erlendri lýsingu fari fram hér á landi. Eins og áður hefur komið fram hefur Smáís verið í auglýsingarherferð, meðal annars gegn áskriftum Íslendingina á SKY, sem sýnir enska boltann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.