Þrátt fyrir að margir hefðu viljað sjá fleiri fyrirtæki fara í Kauphöllina í ár voru það að lokum þrjú fyrirtæki sem voru skráð. Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, varð fyrsta konan til að stýra skráðu félagi og Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, fór með vísu við skráningu.

Í framhaldi af skráningu VÍS og TM áminnti Fjármálaeftirlitið fjárfesta vegna hugsanlegrar markaðsmisnotkunar. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, sagði þetta vera neikvætt framhald á vel heppnuðu útboði.

VB Sjónvarp fer hér yfir liðið ár í viðskiptum ársins.