Opnað var fyrir viðskipti með fjóra skuldabréfaflokka Íbúðalánasjóðs klukkan 10:20. Viðskipti voru stöðvuð í morgun vegna fréttar Viðskiptablaðsins þar sem fjallað er um stöðu sjóðsins og greint frá þeim áformum að breyta skilmálum íbúðabréfa þannig að þau verði uppgreiðanleg. Í úttekt Viðskiptablaðsins er rætt við Sigurð Erlingsson, framkvæmdastjóra sjóðsins.

Eins og fram hefur komið sendi Íbúðalánasjóður frá sér tilkynningu og sagði slíkt ekki framkvæmdanlegt og verði aldrei gert án samstarfs við eigendur bréfanna. Rangt sé að sjóðurinn vinni að slíkum breytingum.

Viðskiptablaðið mun fjalla frekar um málið í dag á vb.is.