*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 9. október 2014 20:00

Viðskipti í brennidepli hjá Geir í Washington

Geir H. Haarde býst við því að viðskipti, norðurslóðir og menntamál verði meðal stærstu verkefna hans í Washington.

Jóhannes Stefánsson
Hleð spilara...

Geir H. Haarde býst við því að viðskipti, norðurslóðir og menntamál verði meðal stærstu verkefna hans í Washington. Hann var meðal gesta á hádegisverðarfundi AMÍS um TTIP fríverslunarsamninginn sem Bandaríkin og Evrópusambandið semja nú um sín á milli.

Geir segir viðbúið að hann muni fylgjast náið með þróun mála í tengslum við samninginn og að Íslendingar hafi mikla hagsmuni af auknum viðskiptum við Bandaríkin og málalyktum samningsins.

Hann segist spenntur fyrir því að fara til Bandaríkjanna og að Íslendingar geti ýmislegt lært af Bandaríkjamönnum.

VB sjónvarp tók Geir tali eftir fund AMÍS í dag.

Stikkorð: Geir H Haarde AMÍS