Kauphöll Nasdaq Iceland hefur birt mánaðarlegt viðskiptayfirlit fyrir júlí 2017. Helstu atriði þess er að heildarviðskipti hlutabréfa í mánuðinum lækkuðu um 30% frá fyrri mánuði og námu þau tæpum 35 milljörðum, eða tæplega 1,7 milljörðum á dag. Þó er um 15% aukningu viðskipta frá sama tíma fyrir ári.

Mest viðskipti voru með bréfa Marel, Icelandair, Eimskip, Haga og N1. Í viðskiptum mánaðarins hækkaði Úrvalsvísitalan um 1,7% og stendur hún nú í 1.792 stigum.

Heildarviðskipti skuldabréfa námu tæpum 60 milljörðum króna, eða tæpum 3 milljörðum á dag. Er það tæplega helmingslækkun frá fyrri mánuði, sem og 27% lækkun frá sama mánuði fyrir ári. Viðskipti með ríkisbréf námu tæpum 44 milljörðum, en verslað var með bankabréf fyrir um 12 milljarða og 2 milljarða með íbúðabréf.

Hlutabréf:

Heildarviðskipti með hlutabréf í júlí námu 34.827 milljónum eða 1.658 milljónum á dag. Það er 30% lækkun frá fyrri mánuði, en í júní námu viðskipti með hlutabréf 2.355 milljónum á dag.  Þetta er 15% hækkun á milli ára (viðskipti í júlí 2016 námu 1.442 milljónum á dag).

Mest voru viðskipti með bréf Marel (MARL), 7.760 milljónir, Icelandair Group (ICEAIR), 6.279 milljónir, Eimskipafélagsins (EIM), 3.904 milljónir, Haga (HAGA), 3.137 milljónir, og N1 (N1), 2.406 milljónir. Úrvalsvísitalan (OMXI8) hækkaði um 1,7% á milli mánaða og stendur nú í 1.792 stigum.

Á Aðalmarkaði Kauphallarinnar var Arion banki með mestu hlutdeildina, 26,3% (25,7% á árinu), Fossar markaðir með 17,5% (13,9% á árinu), og Landsbankinn með 14,7% (20,5% á árinu). Í lok júlí voru hlutabréf 20 félaga skráð á Aðalmarkaði og Nasdaq First North á Íslandi. Nemur heildarmarkaðsvirði skráðra félaga 1.080 milljörðum króna (samanborið við 1.058 milljarða í júní).

Skuldabréf:

Heildarviðskipti með skuldabréf námu 59,9 milljörðum í síðasta mánuði sem samsvarar 2,9 milljarða veltu á dag. Þetta er 48% lækkun frá fyrri mánuði (viðskipti í júní námu 5,5 milljörðum á dag), og 27% lækkun frá fyrra ári (viðskipti í júlí 2016 námu 3,9 milljörðum á dag).

Alls námu viðskipti með ríkisbréf 43,9 milljörðum, viðskipti með bankabréf námu 11,7 milljörðum, og viðskipti með íbúðabréf námu 2,0 milljörðum. Mest voru viðskipti með RIKB 19 0226, 8,6 milljarðar, RIKB 28 1115, 8,4 milljarðar, RIKB 20 0205, 6,1 milljarður, RIKB 31 0124, 5,2 milljarðar og RIKB 22 1026, 4,9 milljarðar.

Á skuldabréfamarkaði var Landsbankinn  með mestu hlutdeildina 23,2% (16,9% á árinu), Arion banki með 20,4% (16,4% á árinu), og Íslandsbanki með 17,1% (17,9% á árinu). Aðalvísitala skuldabréfa (NOMXIBB) hækkaði um 0,5% í júlí og stendur í 1.325 stigum.  Óverðtryggða skuldabréfavísitala Kauphallarinnar (NOMXINOM) lækkaði um 0,3% og sú verðtryggða (NOMXIREAL) hækkaði um 0,9%.