Spænska kauphöllin hefur stöðvað viðskipti með bréf í spænska bankanum Bankia. Bankia er fjórði stærsti banki Spánar og var þjóðnýttur að hluta fyrir tveimur vikum.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC að bankinn hafi eftir að viðskiptin yrðu stöðvuð áður en stjórnarfundur færi fram. Á fundinum á að ákveða endurfjármögnunaráætlun fyrir bankann.

Samkvæmt BBC herma heimildir að í kjölfar stjórnarfundarins hyggist Bankia óska eftir viðbótarstuðningi yfirvalda á Spáni að andvirði rúmlega 15 milljarða evra. Yfirvöld hafa þegar látið 4,5 milljarða evra til bankans en lánið var í formi hlutafjár og bankinn því að hluta þjóðnýttur eins og áður kom fram.

Fjármálaráðherra Spánar sagði í vikunni að minnsta kosti 9 milljarða evra tiltæka Bankia ef á þyrfti að halda og jafnvel meira. Spænsk yfirvöld hafa barist við að rétta bankanakerfið þarlendis við allt frá því alþjóðlega bankakreppan hófst haustið 2008. Bankia varð til árið 2012 í kjölfar sameiningar sjö illa staddra svæðisbanka.