Kauphöll Nasdaq á Íslandi hefur stöðvaði öll viðskipti með bréf í Icelandair Group að beiðni Fjármálaeftirlitsins samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins úr Kauphöllinni. Viðskipin hófust á ný eftir hálf eitt í dag og stóð stöðvun viðskipta því yfir í ríflega tvær klukkustundir.

Í tilkynningu frá Icelandair um hádegisbilið í dag kom fram að ólíklegt væri að allir fyrirvarar kaupanna á Wow air yrðu uppfyllt fyrir boðaðan hluthafafund félagsins á föstudaginn 30. nóvember. Icelandair hefur boðað milljarða króna hlutafjárútboð samhliða kaupunum.

Er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem það er gert, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá á sínum tíma var það gert í í aðdraganda tilkynningar um kaup Icelandair á Wow air.

Fyrir helgi sagði Viðskiptablaðið jafnframt frá því að Icelandair Group væri að kaupa annað flugfélag , rúmlega helmingshlut í ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá eru hluthafar enn að bíða upplýsinga til að taka afstöðu til málsins á fundinum, en talað var um að þær myndu berast í þessari viku.