Heildarviðskipti með hlutabréf í nóvember námu 41,6 milljörðum eða 1.889 milljónum á dag. Það er 10% lækkun frá fyrri mánuði, en í desember námu viðskipti með hlutabréf 2.105 milljónum á dag.  Þetta er 23% lækkun á milli ára (viðskipti í janúar 2018 námu 2.441 milljón á dag).

Mest voru viðskipti með bréf Marel (MARL), 10,8 milljarðar, Reita fasteignafélags (REITIR), 4,2 milljarðar, Símans (SIMINN), 3,4 milljarðar, Festi (FESTI), 2,5 milljarðar, og Icelandair Group (ICEAIR), 2,4 milljarðar.

Úrvalsvísitalan (OMXI8) hækkaði um 5,0% á milli mánaða og stendur nú í 1.695 stigum.

Á Aðalmarkaði Kauphallarinnar var Arion banki með mestu hlutdeildina, 23,1%, Landsbankinn með 20,1% og Íslandsbanki með 18,5%.

Í lok janúar voru hlutabréf 23 félaga skráð á Aðalmarkaði og Nasdaq First North á Íslandi. Nemur heildarmarkaðsvirði skráðra félaga 999 milljörðum króna (samanborið við 960 milljarða í desember).