Viðskipti með hlutabréf Reita námu 189 milljónum en eins og VB.is greindi frá í morgun hófust viðskipti með hlutabréf Reita í dag.

Rúmlega 9,4 milljarða velta var á viðskiptum í Kauphöllinni í dag en þar af var 643 milljóna velta á viðskiptum með hlutabréf og 8,8 milljarða velta á viðskiptum með skuldabréf.

Ágætis hreyfing var á hlutabréfamarkaði. Nýherji hækkaði mest eða um 4,93%, þar á eftir kom Marel með hækkun um 2,63% og Sjóvá um 1,42%. Hlutabréf Haga hækkuðu um 1,18%. Gengi hlutabréfa Regins lækkuðu um 0,49% og hlutabréf HB Granda lækkuðu um 0,39%. Hlutabréf Icelandair lækkuðu mest eða um 0,58%

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,7% og stendur lokagildi hennar í 1.358,01.