Í dag hefjast viðskipti með hlutabréf Tryggingamiðstöðvarinnar á Aðalmarkaði Íslensku kauphallarinnar, NASDAQ OMX Iceland. TM tilheyrir fjármálageiranum og flokkast sem lítið félag (e. small cap).

TM er annað félagið sem skráð er á Kauphöll Íslands á árinu. Viðskipti með TM verða undir auðkenninu TM.

Í tilkynningu er haft eftir Páli Harðarsyni, forstjóra Kauphallarinnar, að áhugi fjárfesta á TM sýni svo ekki verður um villst að félagið eigi heima á markaðnum og undirstriki þörfina fyrir fleiri fjárfestingarkosti.

Landsbankinn og Íslandsbanki voru umsjónaraðilar með skráningunni og Íslandsbanki og MP banki eru viðskiptavakar.