*

sunnudagur, 9. ágúst 2020
Innlent 21. október 2019 14:31

Viðskipti sem ekki þola dagsljós

Fjármálakerfi heimsins sagt í hættu ef samkomulag Deutsche Bank og Kaupþings kemst fyrir augu almennings.

Ritstjórn
Stjórnarformaður og bankastjóri Kaupþings á ársfundi bankans árið 2008.

Viðskipti Kaupþings og þýska bankans Deutsche Bank á árunum fyrir hrun er til umfjöllunar í fréttaskýringu á fréttavef Kjarnans, sem hefur undir höndum áður óbirt málsskjöl úr Hæstarétti Austur-karabískahafsins um samkomulag Deutcshe Bank og Kaupþings frá haustmánuðum 2016.  

Samkomulagið var grundvallað á því að um það myndi ríkja fullur trúnaður en svo virðist sem Deutsche Bank hafi lagt mjög mikla áherslu á þetta atriði við gerð samkomulagsins. Í skjölunum sem Kjarninn hefur undir höndum segir m.a.:  „Að teknu tilliti til þeirrar umfangsmiklu upphæða sem eru undir í þessu samkomulagi, stöðu Deutsche sem skráðs félags (sem gerir samkomulagið að markaðslega viðkvæmum atburði), og kerfislægu mikilvægi Deutsche í alþjóðlega fjármálakerfinu, þá eru Deutsche og skiptastjórarnir með réttu áhyggjufullir um að innihald þessa samkomulags eigi ekki að koma fyrir augu almennings nema við mjög þröngt stýrðar aðstæður.“

Samkomulagið var vegna greiðslu Deutsche Bank til Kaupþings ehf. haustið 2016 á samtals 425 milljónir evra. Greiðslan var vegna fjármuna sem höfðu runnið frá Kaupþingi til Deutsche Bank síðustu vikurnar fyrir fall íslensku bankanna. Samtals var um 510 milljónir evra að ræða vegna svokallaðs CLN-strúktúrs sem gerður var í þeim tilgangi að lækka skuldatryggingarálag Kaupþings síðustu misserin fyrir hrun íslenska fjarmálakerfisins. 

Stikkorð: Kaupþing Dutsche Bank