Kaup­höll­inni í Sj­ang­haí í Kína var lokað í nótt vegna mik­ill­ar lækk­un­ar á CSI300 hlutabréfavísitölunni.

Vísitalan hafði lækkað um meira en 7% áður en viðskipti voru stöðvuð. Nýjar reglur í Kína er ástæða lokunarinanr, en þeim er ætlað að koma í veg fyrir verðhrun á stuttum tíma.

Fyrst var lokað fyr­ir viðskipti í 15 mín­út­ur en þegar hlutabréf lækkuðu áfram í verði var lokað það sem eftir lifði dags.

Í Tókýó lækkuðu hlutabréf um rúm 3% sem má rekja til lækkana í Kína og styrkingu jensins.