Viðskipti á Nasdaq markaðnum í New York í Bandaríkjunum stöðvuðust í dag, rétt eftir hádegi á staðartíma. Ástæðan er tæknibilun sem olli því að vandræði voru við að birta gengi bréfanna. Um 3200 fyrirtæki eru skráð á markaðinn. Búist er við því að markaðurinn verði opnaður síðar í dag.