Ráðhús Reykjavíkur
Ráðhús Reykjavíkur
© BIG (VB MYND/BIG)
Í könnun innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar kom í ljós að á árinu 2011 voru viðskipti tengdra aðila við borgarsjóð 159 milljónir krónur. Viðskiptin greindust þannig að innherjar og stjórnendur Reykjavíkurborgar voru með skráð viðskipti upp á 10 milljónir króna en aðilar tengdir þeim 149 milljónir krónur.

„Fjárhæðir greiddar til innherja og stjórnenda Reykjavíkurborgar voru fyrst og fremst launatengdar greiðslur, dagpeningar og ýmis útlagður kostnaður. Viðskipti skráð á aðila tengda innherjum og stjórnendum Reykjavíkurborgar voru 1.277 talsins og voru þrír lögaðilar með 90% viðskiptanna. Við skoðun Innkaupaskrifstofu kom ekkert óeðlilegt í ljós og starfsmenn tengdir aðilunum samþykktu ekki reikninga í tengslum við viðskiptin," segir í skýrslu innri endurskoðunar.

Í könnuninni voru skilgreindir sem tengdir aðilar og skoðaðir þeir innherjar sem skráðir eru á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, aðalmenn og fyrstu varamenn í borgarstjórn, æðstu stjórnendur í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar og fjármálastjórar Reykjavíkurborgar, alls 67 einstaklingar en með tengdum aðilum voru skoðaðar 300 kennitölur.