Þinglýstum viðskiptum með atvinnuhúsnæði fækkaði um tæpan fimmtung milli áranna 2017 og 2018, úr 1.465 í 1.185, og milli desembermánaða fækkaði þeim um rúman þriðjung, úr 131 í 85. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum þjóðskrár .

Samanlagt fasteignamat seldra eigna árið 2018 nam 75,5 milljörðum og jókst um 10% milli ára, en samanlagt fasteignamat í desember síðastliðnum nam 6,1 milljarði og dróst saman um 18% milli ára.

Þinglýstum viðskiptum með atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 15% milli áranna 2017 og 2018, úr 757 í 641, og milli desembermánaða fækkaði þeim um þriðjung, úr 70 í 47.

Utan höfuðborgarsvæðisins fækkaði þeim úr 708 í 544, um 23%, milli ára, og milli desembermánaða úr 61 í 38, um 38%.