Gengi OMXI10 hlutabréfavísitölunnar hækkaði um eitt prósent í dag í 3,8 milljarða veltu á markaði. Þá hækkaði gengi bréfa hjá 17 af 22 félögum á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag.

Fyrir daginn í dag hafði úrvalsvísitalan fallið sex viðskiptadaga í röð og ekki verið lægri síðan í árslok 2020.

Síminn hækkaði mest allra félaga á aðalmarkaði í dag, um 4,8% í 210 milljóna veltu. Þá hækkaði gengi bréfa Haga um 3,7% í 56 milljón króna veltu og Eimskip um 3,4% í 200 milljóna veltu.

Gengi bréfa þriggja félaga lækkaði í viðskiptum dagsins. Mest lækkaði Iceland Seafood, eða um 1,76% í 50 milljóna króna veltu. Brim lækkaði þá um 0,6% í 240 milljón króna veltu og lækkaði gengi bréfa Arion banka um 0,3% í um 690 milljón króna veltu.

Mest velta var með bréf í Marel og námu viðskipti með bréfin 870 milljónum króna.