Ráðgjafafyrirtækið Analytica hagnaðist um 6,9 milljónir króna á síðasta ári. Er afkoman um 12,6 milljónum betri en ári fyrr þegar fyrirtækið tapaði 5,7 milljónum króna. Þetta má sjá í ársreikningi fyrirtækisins.

Rekstrartekjur Analytica námu rúmum 58 milljónum króna á árinu og jukust um næstum 21 milljón króna á milli ára. Rekstrargjöld námu 51,3 milljónum en voru 42,9 milljónir króna ári fyrr.

Eignir fyrirtækisins námu 13,5 milljónum króna í lok ársins og jukust um rúmlega 4 milljónir króna á milli ára. Skuldir voru 36,4 milljónir króna og drógust saman um tæplega 3 milljónir frá fyrra ári. Þar af nemur skuld við hluthafa 26,5 milljónum króna. Var eigið fé fyrirtækisins því neikvætt um 23 milljónir króna í árslok.

Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, á 90% eignarhlut í fyrirtækinu. Þá á Vilborg Hjartardóttir 10% hlut.