*

miðvikudagur, 12. maí 2021
Innlent 10. apríl 2021 12:50

Viðsnúningur hjá Arctica Finance

Arctica Finance snéri rekstirnum úr tapi í hagnað. Félagið seldi nær öll verðbréf sín samhliða endurskiplagninu fjárhagsins.

Ingvar Haraldsson
Haraldur Guðjónsson

Fjármálafyrirtækið Arctica Finance hagnaðist um 68 milljónir króna árið 2020 miðað við 304 milljóna tap árið 2019. Viðsnúningurinn skýrist einna helst af vexti þóknanatekna úr 351 milljón í 588 milljónir og 218 milljóna niðurfærslu verðbréfa árið 2019 sem var ekki til staðar í ár. Launakostnaður lækkar um 6% og nam 283 milljónum en ársverkum fækkaði úr 19 í 16.

Fjárhagur félagsins var endurskipulagður í september. Félagið greiddi 435 milljónir í arð til móðurfélagsins Eignarhaldsfélagsins Arctica. Allir útgefnir hlutir í B-, C- og D-flokki voru felldir niður og nýir hlutir seldir í A- og B-flokki fyrir 116 milljónir króna. 

Þá seldi Arctica nær öll verðbréf í eigu félagsins fyrir 341 milljón króna á árinu. Því lækka eignir úr 676 milljónum í 300 milljónir og eigið fé úr 622 milljónum í 229 milljónir á milli ára.

Stærstu hluthafarnir eru Bjarni Þórður Bjarnason aðstoðarframkvæmdastjóri og Stefán Þór Bjarnason framkvæmdastjóri.

Stikkorð: Arctica Finance