*

sunnudagur, 24. janúar 2021
Innlent 28. nóvember 2020 15:42

Viðsnúningur hjá Bílaleigu Flugleiða

Bílaleiga Flugleiða, sem rekur Hertz á Íslandi, hagnaðist um 70 milljónir króna í fyrra eftir 82 milljóna tap árið áður.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Bílaleiga Flugleiða ehf., sem rekur Hertz á Íslandi, hagnaðist um 70 milljónir króna á síðasta rekstrarári, eftir að hafa tapað 82 milljónum árið áður.

Velta félagsins jókst um rúm 7% og nam 3,7 milljörðum en rekstrargjöld voru sambærileg milli ára og námu 3,4 milljörðum. Rekstrarhagnaður næstum því þrefaldaðist milli ára og nam 339 milljónum króna.

Launakostnaður var svipaður milli ára og nam 905 milljónum.

Eignir félagsins lækkuðu lítillega milli ára og námu 5,4 milljörðum í árslok. Eigið fé félagsins jókst um 6,7% og nam 1,1 milljarði en skuldir lækkuðu um 5,4% og námu 4,3 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall félagsins var því 20,7%, samanborið við 18,8% árið áður.

Handbært fé frá rekstri nam 857 milljónum og lækkaði handbært fé um 186 milljónir á árinu. Sigfús B. Sigfússon er forstjóri Hertz á Íslandi.