Eyja fjárfestingafélag, félag utan um fjárfestingar hjónanna Birgis Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, hagnaðist um 188 milljónir króna á síðasta ári. Um jákvæðan viðsnúning var að ræða, þar sem félagið tapaði 689 milljónum króna árið áður.

Tekjur námu 507 milljónum króna en árið áður námu þær 96 milljónum. Eignir námu 1,8 milljörðum króna og eigið fé 609 milljónum króna í lok árs 2020.

Meðal félaga á veitingamarkaði sem Eyja á hlut í má nefna Joe & The Juice, Brauð & Co og Jómfrúna.