Creditinfo hagnaðist um rúmlega 1,5 milljónir evra á síðasta rekstrarári, eða sem nemur um 209 milljónum króna, samanborið við 812 þúsund evra tap árið áður. Tekjur félagsins námu 34 milljónum evra. Eignir námu tæplega 46 milljónum evra og eigið fé félagsins nam 14 milljónum evra.

Laun og launatengd gjöld námu tæplega 15 milljónum evra en að meðaltali starfaði 351 starfsmaður hjá fyrirtækinu í fyrra. Stefano Mauro Stoppani er forstjóri fyrirtækisins. InfoCapital ehf. er stærsti hluthafi Creditinfo, með 79% hlut í sinni eigu.