H.F. Verðbréf skiluðu hagnaði upp á rúma 21 milljón króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins. Þetta er talsverður viðsnúningur frá árinu 2011 þegar tæplega 62 milljóna króna tap var af rekstri H.F. Verðbréfa.

Þjónustu- og þóknanatekjur voru 146 milljónir króna á síðasta ári samanborið við um 92 milljónir árið 2011. Alls jukust tekjur um rúmar 75 milljónir króna á milli ára, úr 216 milljónum í 292 milljónir sem er tæplega 35% aukning á milli ára. Launakostnaður lækkaði um 16,6 milljónir á milli ára eða úr 148 milljónum í 131,4 milljónir. Rekstrarkostnaður lækkaði alls um 31,1 milljón á milli ára.

Þessi viðsnúningur í rekstrinum er í takti við það sem Andri Guðmundsson, framkvæmdastjóri H.F. verðbréfa, sagði í samtali við Viðskiptablaðið í nóvember á síðasta árið þegar hann gerði ráð fyrir mun betri afkomu árið 2012 miðað við 2011. 2011 var fyrsta árið sem félagið skilaði tapi en það verður 10 ára síðará þessu ári.

Nánar má lesa um uppgjör H.F. Verðbréfa í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið í heild hér að ofan undir liðnum tölublöð.