Hjallastefnan hagnaðist um 22 milljónir á síðasta rekstrarári, sem lauk í júli 2017, miðað við 43 milljóna króna tap á fyrra rekstrarári.
Hjallastefnan rekur fjórtán leikskóla og fjóra grunnskóla.

Heildartekjur samstæðunnar námu 3,5 milljörðum króna og jukust um ríflega 50 milljónir króna milli ára. Heildareignir samstæðunnar námu 851 milljón króna í lok reikningsársins og eigið fé 71 milljón. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi félagsins, á tæplega 80% hlut í því.