Fjarskiptafyrirtækið Hringdu hagnaðist um 8,5 milljónir króna. Er það talsverður viðsnúningur frá fyrra ári þegar félagið tapaði 38,2 milljónum króna.

Seld þjónusta nam 336 milljónum króna á árinu og jókst um 88 milljónir króna á milli ára. Aftur á móti jukust rekstrargjöld einnig, en þau námu nú 344 milljónum króna samanborið við 290 milljónir króna árið 2013. Þannig varð tap á rekstrinum sem nam 7,8 milljónum króna, en fjármunatekjur námu aftur á móti 18,5 milljónum króna.

Eignir fyrirtækisins námu 85,4 milljónum króna í lok ársins. Eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um 5,8 milljónir króna, en batnaði hins vegar töluvert milli ára þar sem það var neikvætt um 38 milljónir króna ári fyrr.

Dvorzak Ísland ehf. er stærsti hluthafi Hringdu með 45% eignarhlut.