Verkfræðistofan Mannvit hagnaðist um 146 milljónir króna á síðasta ári, en þetta kemur fram í nýbirtri ársskýslu fyrirtækisins. Er það töluverður viðsnúningur frá árinu 2013 þegar fyrirtækið tapaði 574 milljónum króna.

Tekjur samstæðunnar á síðasta ári námu 5,2 milljörðum króna og jukust um 4% á milli ára. Hagnaður félagsins fyrir afskriftir nam 223 milljónum króna.

Eignir félagsins námu 3,4 milljörðum króna en skuldir námu 2,4 milljörðum. Eigið fé félagsins í árslok er einn milljarður króna og eiginfjárhlutfall 30%.

Fram kemur í ársskýrslunni af framundan sé að ljúka við endurskipulagningu félagsins sem hafist var handa við fyrir tveimur árum síðan. Miðað við áætlanir líti út fyrir að félagið verði orðið skuldlaust fyrir lok ársins 2015.