Rekstur evrópska flug- og vopnaframleiðandans EADS, sem m.a. er móðurfélag flugvélaframleiðandans Airbus, skilaði hagnaði á síðasta ári eftir að hafa skilað 763 milljóna evra tapi árið áður.

Hagnaður síðasta árs nam 553 milljónum evra og var lítillega umfram spár greinenda sem Bloomberg hafði rætt við, en þeir höfðu gert ráð fyrir 531 milljón evra hagnaði.

Dótturfélagið Airbus skilaði einnig hagnaði og er það að sögn Bloomberg vegna aukinnar sölu enda hefur eftirspurn eftir flugferðum aukist, sérstaklega í Asíu en búist er við að markaðshlutdeild flugfélaga í álfunni af öll- um flugmarkaði verði um 30% árið 2014.

Stjórnendur EADS búast við því að afkoma þessa árs verði svipuð og á síðasta ári en að árið 2013 verði umtalsverður afkomubati.