Morgan Stanley skilaði hagnaði sem nemur 908 milljónum dala á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, en það eru rúmir 118 milljarðar króna.

Þetta er töluverður viðsnúningur hjá félaginu en fjórðunginn áður skilaði bankinn tapi sem nemur 1,63 milljörðum dala, eða um 212 milljörðum króna. Hluti af því tapi var hins vegar 2,6 milljarða dala sekt vegna sölu á húsnæðislána í aðdraganda fjármálakreppunar 2008. Tekjur félagsins voru 7,74 milljarðar dala, eða rúmlega 1.000 milljarðar króna og breyttust lítið milli ára.

Morgan Stanley hefur undanfarið farið í niðurskurða- og aðhaldsaðgerðir en bankinn sagði m.a. upp 1.200 starfsmönnum. Hlutabréf í félaginu hafa lækkað um meira en 12% á siðasta ári en þau hækkuðu þó um 3,4% við birtingu uppgjörsins.

Á ársgrundvelli hagnaðist félagið um 6,13 milljarða, eða um rétt tæpa 800 milljarða króna.