Sena í leikfangabransann
Sena í leikfangabransann
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Sena ehf., eitt stærsta afþreyingarfyrirtæki landsins, hagnaðist um 31 milljón króna í fyrra. Eigið fé fyrirtækisins nam 443,2 milljónum króna í lok síðasta árs. Það er töluverður viðsnúningur frá árinu áður þegar Sena tapaði 151 milljón króna. Sala á vöru og þjónustu jókst um tæpar 300 milljónir króna á síðasta ári og nam 2,6 milljörðum króna.

Sena er stærsti dreifingaraðili innlendrar og erlendrar tónlistar, kvikmynda og tölvuleikja á Íslandi, samkvæmt heimasíðu Senu. Fyrirtækið rekur einnig þrjú kvikmyndahús, skipuleggur viðburði og gefur út bækur. Þá gerðist Sena dreifingaraðili leikfanga hérlendis á síðasta ári.

Fjárfestingahópur undir forystu Jóns Diðriks Jónssonar keypti félagið á árinu 2009. Stærstu eigendur Senu í dag eru eru Draupnir, félag í eigu Jóns Diðriks með 68,6% hlut, og Sigla, fjárfestingafélag Tómasar Kristjánssonar og Finns Reyrs Stefánssonar með 15,6% hlut.