Skjárinn ehf. skilaði 65,8 milljóna króna hagnaði á síðasta ári sem er umtalsverður viðsnúningur frá rekstri ársins 2012. Þá var var tap af rekstri félagsins 165 milljónir króna eftir skatta. Tekjur félagsins námu samtals 2.376 milljónum króna á síðasta ári sem er um 241 milljónar krónu aukning á milli ára.

Á síðasta ári átti ákveðin tiltekt sér stað í efnahagi félagsins en hlutafé var lækkað um 1.099 milljónir króna til jöfnunar á móti neikvæðu eigið fé eftir því sem fram kemur í skýrslu stjórnar.

Hlutafé var aukið um 99,5 milljónir að nafnvirði á genginu 9 og var eigið fé 143,8 milljónir króna í árslok.