Tvær af stærri hlutabréfavísitölunum í Bandaríkjunum hækkuðu í dag eftir að hafa lækkaði nokkuð í byrjun dags. Viðsnúningur varð á mörkuðum undir lok dags þegar óstaðfestar fréttir bárust um að leiðtogar Evrópusambandsins hefðu komist að samkomulagi um að setja þyrfti um 100 milljarða evra í svokallaðan björgunarsjóð til handan skuldsettum ríkjum innan sambandsins.

Allir helstu markaðir lækkuðu þó í Evrópu í dag eins og áður kom fram hér á vef Viðskiptablaðsins og mátti það helst rekja til þess að leiðtogar Þýskalands og Frakklands hefðu ekki komist að samkomulagi um fyrrnefndan björgunarsjóð eins og vonir stóðu til.

Rétt er að ítreka að áætlun Evrópusambandsins um 100 milljarða evra sjóðinn sem nefndur var hér að ofan er enn óstaðfest en leiðtogar sambandsins munu funda um helgina.

Við lokun markaða vestanhafs fyrir stundu hafði Nasdaq vísitalan lækkað um 0,2% frá opnun. Vísitalan hafði þó lækkað um tæp 2% um tíma í dag. S&P 500 vísitalan hækkaði hins vegar um 0,5% eftir að hafa lækkað um rúm 2% um miðjan dag og Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,5%.