Milli áranna 2009 og 2010 lækkuðu skuldir 1912 ehf., sem er eitt stærsta innflutningsfyrirtæki landsins, um 1,1 milljarð króna og eigið fé fór úr því að vera neikvætt um 570 milljónir í að vera jákvætt um 270 milljónir. Í lok ársins 2009 námu heildareignir 1912 ehf 2,5 milljörðum króna en heildarskuldir félagsins námu 3,3 milljörðum króna og eigið fé félagsins var því neikvætt um 569 milljónir króna og félagið þannig að miklu eða verulegu leyti upp á náð lánardrottna komið. Aðeins ári síðar, eða í lok ársins 2010, var eigið fé 1912 ehf orðið jákvætt um 269 milljónir króna og skuldirnar höfðu lækkað um hvorki meira né minna en 1,1 milljarð.

Vegna fréttar Viðskiptablaðsins um skuldastöðu og lækkun skulda 1912 ehf sendi félagið athugasemd þar sem tekið er fram að 1912 hafi alltaf staðið í skilum með sín lán, einnig eftir hrun þegar lán hækkuðu talsvert. "Öllum skilvísum viðskiptavinum Íslandsbanka stóð til boða höfuðstólsleiðréttinga lána sinna ef samþykkt var að færa lán úr erlendum gjaldmiðlum yfir íslenskar krónur, ákváðum við að fara þá leið eftir umhugsun. Öll túlkun um sérmeðferð er hreinlega röng."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.