Sala á notuðum bílum í Bandaríkjunum hefur tekið við sér eftir að hafa dregist saman um 38% í apríl síðastliðinn. Sala á notuðum bílum var 17% hærri en áætlað var áður en COVID-19 skall á. Mikill samdráttur fyrri mánaðar má rekja til kórónufaraldursins þar sem margar bílasölur þurftu að loka tímabundið.

Neytendur hafa meðal annars nýtt sér fjárhagsaðstoð ríkisins, vextir fyrir notaða bíla hafa lækkað úr 5% í 4,73% og bílasölur hafa átt í erfiðleikum með að flytja inn nýja bíla og verða notaðir því oftar fyrir valinu. Wall Street Journal segir frá.

Smásöluverð á bílasölum í Bandaríkjunum hefur verið nokkuð stöðugt en það dróst saman um 3-5% í vor en hefur nú náð fyrra horfi.