Ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur var haldinn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í gær. Jón Gnarr, borgarstjóri segir að síðasti ársfundur fyrirtækisins hafi markað ákveðin tímamót þar sem þá fyrst hafi sést ákveðinn viðsnúningur í rekstri þess.

Spurður að því hvað næsta borgarstjórn þarf að hafa að leiðarljósi fyrir framtíð Orkuveitunnar segir Jón að hún þurfi að vera meðvituð um niðurstöður úttektarnefndar, hún þurfi að viðhalda fagmennsku og að einbeita sér að kjarnastarfseminni. Að lokum þarf hún að stefna að því að Orkuveitan geti farið að greiða aftur arð af starfsemi sinni til Reykjavíkurborgar.

VB Sjónvarp ræddi við Jón.