Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu mest í 7,49 krónur á hlut í dag, um 4% hækkun, en við lok markaða var dagshækkunin komin aftur niður í 2,5%. Umfang viðskiptanna nam tæpum 150 milljónum króna.

Heildarviðskipti á aðalmarkaði kauphallarinnar námu 1062 milljónum, og úrvalsvísitalan OMXI8 hækkaði um 1,2%.

Á eftir Icelandair hækkuðu hlutabréf í Origo mest, um 2,2% í aðeins 9 milljón króna viðskiptum, og þar á eftir hlutabréf í Marel um 1,9%, í 110 milljón króna viðskiptum. Önnur félög hækkuðu um undir 1,2%.

Reginn lækkaði mest, um 1,3% í 29 milljón króna viðskiptum, en önnur félög um undir 1%.