Alan Greenspan er ágætlega bjartsýnn á vöxt bandaríska hagkerfisins í viðtali við Wall Street Journal. Hann segir að hagnaður fyrirtækja virðist vera að aukast og tjáir sig um þróun eignaverðs vestra. Í viðtalinu við Kelly Evans fjallar hann um hætturnar við núverandi peningastefnu og svarar gagnrýni á störf hans sem stjórnanda Seðlabankans.