Á ráðstefnunni Góðir stjórnarhættir – Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum sem haldin var í Hörpu þann 21. mars 2017 tóku tíu fyrirtæki við viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Viðurkenningin er veitt þeim fyrirtækjum sem hafa farið í gegnum formlegt endurmat á stjórnarháttum sem tekur mið af Leiðbeiningum um góða stjórnarhætti sem gefnar eru út af Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland.

Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands er umsjónaraðili verkefnisins en viðurkenndir úttektaraðilar sjá um framkvæmd.

Þau tíu fyrirtæki sem tóku við viðurkenningu á ráðstefnunni voru:

  • Mannvit hf.
  • Íslandsbanki hf.
  • Fjarskipti hf.
  • Eik fasteignafélag hf.
  • Marel hf.
  • Landsbankinn hf.
  • Reitir hf.
  • Arion banki hf.
  • Stefnir hf.
  • Isavia ohf.